Umsetinn

13. janúar 2007

Fyrir þremur vikum fékk ég mér nýjan síma. Ég flutti ekki símanúmeraskrána úr gamla símanum, en er búinn að vera að bæta fólki í símaskrá nýja símans eftir því sem það hringir eða þegar ég hringi í það - og einvörðungu fólki sem ég veit að ég á eftir að verða í einhverjum samskiptum við.

Núna, eftir þrjár vikur, eru komin 132 símanúmer í nýju símaskrána.

Ég þyrfti að flytja til Indlands og setjast að í einhverri holu í jörðinni þar til að íhuga málin. Það er RUGL að vera í samskiptum við svona margt fólk.


Tjáskipti

Daníel

Ég get auðvitað hætt að hafa samband, svona ef það skyldi eitthvað hjálpa.

Kalli

Það sem þú þarft að gera, Hugi, er vinaendurskoðun.

Hugi

Daníel, endilega ekki hætta að hafa samband :). Kalli, ég held ég þurfi ekki vinaendurskoðun. Innan við 0,01% af þessu fólki sem hefur samband er fólk sem ég kalla "vini". Aðrir eru auðitað bara kunningjar, vinnufélagar, samstarfsfólk og hjásvæfur.

Þór

Hey! Ég veit. Þú byrjar á að henda mér út úr símanum :) Það sparar... ... öh... ekkert sæti. Well, ég reyndi ;-p Það sem er verst við svona stórar símaskrár er að maður getur ekki ennþá sagt símanum ,,ég vil að bara þessir megi hringja í mig, þessi hópur fái talhólfið en restin bara á tali". Það er í sumum símum hægt, já, en bara fyrir mjöööööööööööööööööööööööögghhhh litlar símaskrár. Er Kapaflingfling í símaskránni ? ( Ég bara varð að spyrja svo ég fengi að nota þetta .... nafn ;) )

Kalli

Samkvæmt þessu á Hugi 0,0132 vini...

baun

ég efast um að ég fengi svona marga til að mæta í jarðarförina mína, m.a.s. þótt ég hringdi sjálf úr kistunni. voðalega óskaplega þekkir þú marga marga, Hugi sæll;)

Lína

Lína hefur aldrei hringt í Huga.. Lína er örugglega ekki í símaskrá Huga. Samt freistast hún til að gægjast inn í líf hans stöku sinnum og skilur eftir sig torskilin spor. Er Lína vinur Huga? Er Hugi vinur Línu? Hann keypt´ana með kjötbolluuppskrift. Hún var í heilt ár að þjálfa sig uppí það að svara ekki alltaf í símann.. Lifðu, latistrákur, lifðu.

Sveinbjörn

Merkilega nokk þá hafa alls kyns mannfræðingar og þróunarlíffræðingar lagt fram þá tilgátu að ídeal fjöldi manns til að þekkja sé á bilinu 50-100 manns -- sá fjöldi sem mannsheilinn þróaðist til að díla við í veiðimanna-safnarasamfélögum.

Þór

Ég gæti trúað því að það sé nokkuð nærri lagi, því ég og flest fólk sem ég þekki erum alveg einstaklega fær í því að halda utanum 10 fólk en ignora hin 90 fólkin. ( skemmd málfræði viljandi innsett ). Ég held að þú hafir rekið nagla í hausinn... eða hausinn í nagla ? Já eða eitthvað...

Mjása

Lol! Las: Það er BUGL að vera í samskiptum við svona margt fólk. Hástafir eru hættulegir.

Kibba

Hey þúrt ekki með símann minn. Símar eru ofmetnir. Hvað varð um gamla góða póstkortið ha? Ef þig langar einhvern tímann að senda mér sms þá skal ég glöð taka við því á fallegu póstkorti með mynd af Raufarhöfn.

lindablinda

Má ég fá þinn lánaðann í tvo daga? Þú mátt fá ...........minn á meðan - múhohohohoh!

Halldór

Vááá, Hugi. Feis. http://dorel.stuff.is/images/hugifeis.png :D:D

Hugi

Heyrðu Baun, ég skal glaður mæta í jarðarförina þína. Eða nei, bíddu, þetta kom ekki rétt út... En ég skal samt mæta. Kalli, þessi útreikingur er ekki fjarri lagi hjá þér :). Einn staðalvinur er 1.80cm á hæð, smærri vini telur maður í brotum og eini vinur minn í öllum heiminum er auðvitað hægri geirvartan á mér, hann Geir Vartan. Lína, hringdu bara þegar þú vilt, ég á fleiri bolluuppskriftir en þessa :). Sveinbjörn, þessi ídeal-fjöldi er svolítið langt neðan við þann fjölda sem ég þekki. Skýrir kannski hvers vegna ég man aldrei nöfn, ekki einu sinni mitt eigið. Lol Mjása, það er auðvitað spurning hvort ég lendi ekki á endanum inni á BUGL :) Kibba, símar ERU ofmetnir. Ég var símalaus í tvo mánuði og það var unaður. Linda, þú mátt endilega fá hann lánaðann. Hann er pakkfullur af númerum stæltra herramanna sem bara bíða fyrir utan Hagkaup alla daga eftir því að fá að bera vörur fyrir ungar konur eins og þig. Já Halldór, *dæs*, ég hélt ég mundi sleppa við þetta. En nú þarf ég víst að grípa til anti-spam aðgerða, grr.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin