Tryggingasölumenn

21. ágúst 2009

Röddin í símanum: Sæll Hugi, Sigurður heiti ég hjá Alþjóðatryggingafélaginu.

Hugi (hastur): Einmitt það já. Ertu að selja eitthvað?

*smá þögn*

Röddin í símanum (vandræðaleg): Ehm, nei, ég er, hérna, ekki að selja neitt. Mig vantar upplýsingar um samtengingu tölvukerfa - er þetta ekki tölvudeild Umferðarstofu?

*Hugi lítur í kringum sig. Úps. Ég er í vinnunni*

Hugi: ... ... ... ég ekki þekkja neinn Hugi, ekki tala íslenska, bara skúra gólf, þú hringja aftur seinna *skell - dút dút dút*

(Nöfnum breytt til að vernda hina saklausu. Og símtalið endaði e.t.v. ekki nákvæmlega svona - en það var svona sem mig langaði að enda það)


Tjáskipti

Atli Páll Hafsteinsson

Hahhaahah.. góður!

Hugi

Karlgreyið hló svo mikið að ég óttaðist að hann mundi gleypa í sér tunguna. Held að ég fari bara að svara svona í símann dags daglega, það veitir ekki af því að gleðja fólk á þessum síðustu og verstu.

Sveinbjörn

Rosalega ertu e-ð Web 2.0 með þessa social networking hlekki!

Hugi

Þetta er fídus í SoloWeb, smíðaður fyrir Umferðarstofu - þeir enda allir hér líka :)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin