Flokkar

Sætkartöflusúpa

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.

starstarstarstarstar

Innihald

  • Ólífuolía
  • 1 laukur, saxaður
  • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 1 msk söxuð engiferrót
  • 1 tsk möluð kóríanderfræ
  • 700g sætar kartöflur, afhýddar og skornar í sneiðar
  • 1 lítri grænmetissoð
  • 2dl kókosmjólk
  • 1 msk tómatmauk
  • Lárviðarlauf
  • Sjávarsalt
  • Timían
  • Svartur pipar

Aðferð

  1. Laukur, hvítlaukur, engifer, kóríander og sætar kartöflur steikt saman í olíunni
  2. Soð og kókosmjólk sett út í og soðið í 20-30 mínútur
  3. Súpan maukuð í matvinnsluvél
  4. Timían, lárviðarlauf og tómatmauk sett saman við og smakkað til með salti og pipar.

Umsagnir


Hugi Þórðarson starstarstarstarstar
2006-11-26T19:32:45
Uppáhalds súpan mín. Punktur.

Inga Hanna Guðmundsdóttir starstarstarstarstar
2006-11-29T20:30:54
Mjög góð súpa! Get ímyndað mér að bragðið sé samt frekar mismunandi eftir því hver eldar þar sem tilfinning ræður magni krydds á seinnihlutanum. Mæli með henni og á örugglega eftir að elda hana oft. Holl og góð.