Flokkar

Makkentjís

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 20. október 2010.

starstarstarstar

Innihald

  • 300g soðið spaghetti
  • 6 sneiðar beikon
  • 1 laukur, fínt saxaður
  • 1 hvítlauksrif, marið og saxað smátt
  • 30g smjör
  • 30g hveiti
  • 400ml mjólk
  • 250g Gouda-ostur
  • 50g Parmesan-ostur
  • Salt
  • Pipar

Aðferð

  1. Beikonið skorið í bita og steikt þar til það er orðið vel stökkt (ekki brenna það samt!). Tekið af pönnunni og mulið í mola
  2. Laukurinn steiktur upp úr 1tsk af beikonfitunni þar til hann verður glær. Hvítlauknum bætt á pönnuna þegar ca. 1 mínúta er eftir, beikoninu blandað samanvið og blandan tekin til hliðar.
  3. Smjörbolla bökuð úr smjörinu og hveitinu í potti og mjólkinni blandað útí til að gera jafning (varlega, svo jafningurinn kekkist ekki).
  4. 200g af gouda-ostinum blandað út í jafninginn og hrært þar til hann er bráðnaður. Beikon- og laukblöndunni blandað saman við og sósan krydduð m/s&p eftir smekk.
  5. Setjið spaghettíið í eldfast mót. Hellið sósunni yfir og blandið vel. Dreifið restina af gouda-ostinum og parmesan yfir.
  6. Bakið í ofni við 180°C þar til osturinn er fallega brúnn.

Umsagnir


Hugi Þórðarson starstarstarstar
2010-11-27T13:40:56
Snilldarmáltíð á köldum vetrarkvöldum.