Hugi Þórðarson

Pasta með hvítlauk

Innihald

 • 400g vel valið spaghettí
 • 1 heill hvítlaukur
 • Jómfrúrólífuolía
 • 2 búnt smátt söxuð steinselja
 • Parmesan
 • Salt
 • Pipar

Aðferð

 1. Sjóðið spaghettíið í ca. 8 mínútur (eða þar til það er "al dente", gleymið ekki að salta vatnið.
 2. Setjið vel af ólífuolíu á pönnu og látið hvítlaukinn krauma í henni. Gætið þess að hann brúnist ekki, þá er hann ofsteiktur.
 3. Kryddið laukinn á pönnunni með sterkri piparblöndu og salti.
 4. Setjið pastað í stóra skál og hellið hvítlauksolíublöndunni yfir ásamt steinseljunni og blandið vel.
 5. Kryddið með piparblöndu og salti eftir smekk.
 6. Raspið góðan parmesan yfir.


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.