Flokkar

Rifsberjasulta

Atli Páll Hafsteinsson sendi þessa uppskrift inn 12. september 2009.

Innihald

  • 1kg rifsber
  • 1,5 dl vatn (etv. meira)
  • 1kg sykur
  • bréf af bláu melatíni

Aðferð

  1. Hreinsa berin af stilkunum, sjóða vatnið og bæta berjunum í. Sjóða áfram við vægan hita í um 5 mín, hræra í öðruhvoru
  2. Strá sykrinum í smátt og smátt. Láta suðuna koma upp og sjóða í 2mín. fleita vel ofanaf
  3. Bæta í melatíni skv. leiðbeingum á pakkanum
  4. Hella sultunni í heitar krukkur og loka strax.

Umsagnir

Engar umsagnir