Flokkar

Brúnkaka

Anna Soffía sendi þessa uppskrift inn 5. mars 2010.

Innihald

 • 200 gr sykur
 • 125 gr smjörlíki
 • 1 egg
 • 250 gr hveiti
 • 1 tsk natron
 • 1 tsk negull
 • 2 msk kakó
 • Mjólk eftir þörfum.

Aðferð

 1. Hræra saman í vél sykri og smjörlíki
 2. Eggi bætt við
 3. Öllum þurrefnum bætt síðan í
 4. Mjólkin sett síðust og hrært síðan vel
 5. Bakist við 175° í klukkustund

þessi kaka er sett í kökuform og gott er að setja í hana brytjað súkkulaði ef vill eða súkkulaðibráð yfir. Góð með ískaldri mjólk, mmmm


Umsagnir

Engar umsagnir