Hugi Þórðarson

Brúnkaka

Innihald

 • 200 gr sykur
 • 125 gr smjörlíki
 • 1 egg
 • 250 gr hveiti
 • 1 tsk natron
 • 1 tsk negull
 • 2 msk kakó
 • Mjólk eftir þörfum.

Aðferð

 1. Hræra saman í vél sykri og smjörlíki
 2. Eggi bætt við
 3. Öllum þurrefnum bætt síðan í
 4. Mjólkin sett síðust og hrært síðan vel
 5. Bakist við 175° í klukkustund

þessi kaka er sett í kökuform og gott er að setja í hana brytjað súkkulaði ef vill eða súkkulaðibráð yfir. Góð með ískaldri mjólk, mmmm


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.