Kjötbollur með kartöflumús

Atli Páll Hafsteinsson sendi þessa uppskrift inn 23. október 2008.

Innihald

  • Blanda af nautahakki og svínahakki
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 1 egg
  • Klípa af provans kryddi
  • Salt
  • Pipar
  • Kartöflur
  • Mjólk
  • Ólívuolía
  • basílíkum
  • Salt
  • Pipar

Aðferð

  1. Kjöt, laukur, egg, provans, salt og pipar hrært saman
  2. Bollur mótaðar og steikt á pönnu
  3. Kartöflurnar soðanar .. mikið soðnar
  4. Kartöflur, mjólk, olívuolíu. hrært saman í hrærivél
  5. smakkað til með salti, pipar og basílíkum

Hægt að hafa brúnasósu með eða bara sleppa


Umsagnir

Engar umsagnir