Flokkar

Fiskisúpa

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 11. nóvember 2006.

Innihald

 • 2 Laukar
 • 3 hvítlauksrif
 • Sæt kartafla, meðalstór
 • Tómatpúrra
 • Ólífuolía
 • 300g roðflett ýsuflök
 • 1,5-2 lítrar grænmetissoð
 • Salt og pipar
 • Kúmín
 • Kóríander

Aðferð

 1. Skerið sætu kartöfluna í sneiðar og saxið laukinn og hvítlaukinn. Steikið í olíunni.
 2. Bætið grænmetissoði, tómatpúrru og kryddi (eftir smekk) út í og sjóðið þar til allt er orðið vel meyrt.
 3. Ýsan er skorin í bita og sett út í tíu mínútum áður en súpan er borin fram.

Umsagnir

Engar umsagnir