Hugi Þórðarson

Fiskisúpa

Innihald

 • 2 Laukar
 • 3 hvítlauksrif
 • Sæt kartafla, meðalstór
 • Tómatpúrra
 • Ólífuolía
 • 300g roðflett ýsuflök
 • 1,5-2 lítrar grænmetissoð
 • Salt og pipar
 • Kúmín
 • Kóríander

Aðferð

 1. Skerið sætu kartöfluna í sneiðar og saxið laukinn og hvítlaukinn. Steikið í olíunni.
 2. Bætið grænmetissoði, tómatpúrru og kryddi (eftir smekk) út í og sjóðið þar til allt er orðið vel meyrt.
 3. Ýsan er skorin í bita og sett út í tíu mínútum áður en súpan er borin fram.


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.