Hugi Þórðarson

Akurs-karrýsósa (með kjúklingi)

Svona var kjúklingur borðaður á mínu heimili. Enda er þetta eina rétta leiðin til að framreiða kjúkling.

Innihald

 • Smjör
 • Laukur, smátt saxaður
 • Karrý
 • Hveiti
 • Rjómi
 • Ananassafi
 • Tómatsósa
 • Salt
 • Pipar
 • Sykur

Aðferð

 1. Brúnið laukinn í smjörinu, bætið karrý útí og bakið upp sósu með hveitinu.
 2. Bætið rjómanum útí
 3. Smakkið sósuna til með ananassafa, tómatsósu, salti, pipar, sykri og kjúklingasoði (ef til er).

Berið fram með heilum grilluðum kjúklingi, ananasbitum og hrísgrjónum.


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.