Fylling í kalkúna

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 27. nóvember 2006.

Svona úr því að jólin eru að koma. Besta fylling sem ég hef smakkað fram að þessu.

Innihald

 • 250g Beikon, skorið í 2-3cm ferninga
 • 100g sveppir, smátt skornir
 • 2 stönglar sellerí, smátt skorið
 • 4 litlir skallotulaukar, smátt skornir
 • 200g rjómaostur
 • 5 franskbrauðsneiðar, smátt rifnar
 • Estragon
 • Timian

Aðferð

 1. Steikið beikonið, þó ekki þannig að það verði stökkt.
 2. Takið beikonið af pönnunni og steikið sveppina og laukinn saman (ekki brúna laukinn, bara steikja hann þar til hann verður glær)
 3. Blandið öllu saman í skál og troðið í fuglinn. Sumum finnst gott að mauka þetta í matvinnsluvél, sjálfur mauka ég helminginn og hef hinn helminginn ómaukaðan. Gott að hafa smá "substance" í þessu.

Umsagnir

Engar umsagnir