Flokkar

Súkkulaðikaka - Fljótleg og góð!

Anna Soffía sendi þessa uppskrift inn 4. mars 2010.

Innihald

 • KAKAN
 • 2.5 dl hveiti
 • 2 dl sykur
 • 1/2 tsk natron
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 2.5 msk kakó
 • 1 egg
 • 1.5 dl mjólk
 • 3/4 dl matarolía
 • 1 tsk vanilludropar
 • KREMIÐ.
 • 1 msk bráðið smjör
 • 3 msk kakó
 • 3 dl flórsykur
 • 3 - 4 msk vatn (heitt)
 • 1/2 tsk vanilludropar

Aðferð

 1. KAKAN:
 2. Öllu blandað saman í skál.
 3. Hrært með sleif.
 4. Sett í hringlaga tertuform (miðlungs stórt)
 5. Bakist í miðjum ofni við 180° í ca. 15 - 20 mín.
 6. KREMIÐ.
 7. Bræða smjörið og geyma
 8. Flórsykri og heitu vatni blandað saman
 9. kakó, vanilludropar og smjörinu blandað saman við

Mjög góð með þeyttum rjóma eða vanilluís:)


Umsagnir

Engar umsagnir