Hugi Þórðarson

Veltisteikt nautakjöt með spergilkáli

Ljúffengur og fljótlegur réttur.

Innihald

 • 400g nautakjöt, skorið í wok-strimla
 • 1 dl ostrusósa
 • 2 tsk sesamolía
 • 2 tsk sojasósa
 • 200g broccoli, skorið í munnbita
 • 50ml olía til steikingar á háum hita
 • Gott stykki af ferskri engiferrót, maukað
 • 3 hvítlauksrif, maukuð

Aðferð

 1. Blandið saman ostrusósu, sesamolíu og sojasósu. Setjið nautakjötið í poka og hellið blöndunni yfir. Látið marinerast í ísskáp í a.m.k. 1 klst.
 2. Hitið olíuna á mjög heitri wok-pönnu. Setjið hvítlauk og engifer í pönnuna og blandið vel saman.
 3. Setjið spergilkálið í pönnuna og steikið við háan hita í 5-10 mínútur. Takið spergilkálið til hliðar eftir steikingu.
 4. Setjið kjötið og marineringuna á pönnuna og steikið í 5-10 mínútur. Setjið sperglana aftur á pönnuna og blandið vel saman.

Berið fram með hrísgrjónum.


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.