Flokkar

Eggaldin-ídýfa

Hildur Þórðardóttir sendi þessa uppskrift inn 5. mars 2010.

Innihald

 • 1 stórt eggaldin
 • 1 lítill laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 2 msk. ólífuolía
 • 3 msk. steinselja
 • 5 msk. sýrður rjómi
 • Safi úr einni sítrónu
 • Svolítil Tabasco sósa
 • Svartur pipar
 • Salt

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Bakið eggaldinið í 20-30 mín., snúið því reglulega
 3. Takið úr ofninum og leggið rakt viskustykki yfir í 5 mín.
 4. Skerið smátt laukinn og hvítlaukinn og steikið í olíu
 5. Takið húðina af eggaldininu og maukið það
 6. Blandið öllu saman
 7. Borið fram með ristuðu brauði

Umsagnir

Engar umsagnir