Flokkar

Creme Brulee

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 11. nóvember 2006.

Hildigunnur Rúnars á heiðurinn að þessari.

Innihald

  • 250 ml rjómi
  • 250 ml mjólk
  • 1 vanilllustöng
  • 100 g sykur
  • 4 eggjarauður

Aðferð

  1. Ofninn hitaður í 150° og vatn sett í ofnskúffuna.
  2. Vanillustöngin er soðin í mjólkinni og rjómanum ásamt helmingnum af sykrinum og blandan síðan kæld nokkuð.
  3. Rauðurnar þeyttar ljósar og léttar með afganginum af sykrinum.
  4. Vanillustöngin tekin upp úr og rjómablöndunni þeytt smám saman út í eggin. Hellt í lítil eldföst form sem bökuð eru í vatnsbaði þar til búðingurinn er stífur.
  5. Þá er hann kældur vel í formunum, hrásykri stráð yfir og hann bræddur með til þess gerðum græjum. Okkur hefur líkað best að nota eldvörpu en það má nota grillið í ofninum ef það er megaöflugt. Búðingurinn má nefnilega helst ekki hitna um of, bara brenna toppinn.

Umsagnir

Engar umsagnir