Tertubotn

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 11. febrúar 2010.

Þessi dugir í tvo svampbotna sem ættu að henta fullkomlega í hvaða rjómatertu sem er.

Innihald

  • 150 g hveiti
  • 175 g sykur
  • 3 egg
  • 1,5 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. heitt vatn

Aðferð

  1. Egg og sykur þeytt þar til blandan er létt og ljós.
  2. Hveiti, lyftidufti og vatni blandað saman við.
  3. Skiptið deiginu jafnt í tvö form.
  4. Bakað í tveimur formum við 200 gráður í 15 mínútur.

Umsagnir

Engar umsagnir