Flokkar

Biscotti

Hildur Þórðardóttir sendi þessa uppskrift inn 30. mars 2010.

Innihald

 • 150 gr möndlur án hýðis
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/8 tsk salt
 • 260 gr hveiti
 • 150 gr sykur
 • 3 stór egg
 • fræ úr einni vanillustöng (eða vanilludropar)
 • 1/2 tsk möndludropar

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 180°C
 2. Setjið möndlur á plötu og bakið í 8-10 mín., kælið og grófhakkið
 3. Lækkið hitann á ofninum í 150°C
 4. Léttþeytið egg ásamt bragðefnum
 5. Hrærið saman (í hrærivél) hveiti, sykur, lyftiduft og salt
 6. Bætið eggjablöndunni rólega saman við og síðan hökkuðu möndlunum
 7. Formið deigið í lengju (35 cm langa og 8-10 cm breiða) á hveitistráðu borði
 8. Bakið á plötu í 30-40 mín.
 9. Látið kólna á grind í 10 mín.
 10. Setjið lengjuna á skurðarbretti og skerið í rúmlega 1 cm breiðar sneiðar
 11. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu
 12. Bakið í 10 mín. á hvorri hlið

Best er að nota alltaf bökunarpappír


Umsagnir

Engar umsagnir