Hugi Þórðarson

Biscotti

Innihald

 • 150 gr möndlur án hýðis
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/8 tsk salt
 • 260 gr hveiti
 • 150 gr sykur
 • 3 stór egg
 • fræ úr einni vanillustöng (eða vanilludropar)
 • 1/2 tsk möndludropar

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 180°C
 2. Setjið möndlur á plötu og bakið í 8-10 mín., kælið og grófhakkið
 3. Lækkið hitann á ofninum í 150°C
 4. Léttþeytið egg ásamt bragðefnum
 5. Hrærið saman (í hrærivél) hveiti, sykur, lyftiduft og salt
 6. Bætið eggjablöndunni rólega saman við og síðan hökkuðu möndlunum
 7. Formið deigið í lengju (35 cm langa og 8-10 cm breiða) á hveitistráðu borði
 8. Bakið á plötu í 30-40 mín.
 9. Látið kólna á grind í 10 mín.
 10. Setjið lengjuna á skurðarbretti og skerið í rúmlega 1 cm breiðar sneiðar
 11. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu
 12. Bakið í 10 mín. á hvorri hlið

Best er að nota alltaf bökunarpappír


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.