Flokkar

Kjúklingabringur fylltar með gráðaosti

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 20. október 2007.

Innihald

 • 4 kjúklingabringur
 • 250g reykt kjúklingaálegg, smátt skorið
 • 250g sveppir, smátt skornir
 • 20g vorlaukur, smátt saxaður
 • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
 • 50g gráðaostur
 • Cajun-krydd
 • Smjör til steikingar

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 200°C
 2. Brúnið kjúklingaáleggið og sveppina í smjörinu. Bætið vorlauknum og hvítlauknum á pönnuna undir lokin.
 3. Takið pönnuna af hita. Blandið gráðaostinum vel saman við og maukið svo blönduna í matvinnsluvél.
 4. Skerið gat á hverja kjúklingabringu og búið til góðan vasa innan í þeim. Troðið eins mikilli fyllingu og þið komið inn í hverja bringu.
 5. Veltið bringunum vel upp úr cajun-kryddblöndu.
 6. Brúnið bringurnar báðumegin á mjög heitri pönnu.
 7. Smyrjið afganginum af fyllingunni ofan á bringurnar, setjið þær í eldfast mót og eldið í ca. hálftíma, eða þar til þær eru gegnsteiktar.

Ef þú átt ekki Cajun-kryddblöndu geturðu búið hana til. Ein uppskrift er t.d. hér:
http://generalhorticulture.tamu.edu/prof/Recipes/Season/season.html


Umsagnir

Engar umsagnir