Hugi Þórðarson

Páskalamb

Lýsing

Lambalæri m/fyllingu og hjúp.

Innihald

 • Lambalæri
 • Hvítlaukur eftir smekk( nokkrir geirar )
 • 1 dl. hvítvín( má nota vatn )
 • súpukraftur (í sósuna)

Fylling

 • 400 gr. sveppir, sneiddir
 • 50 gr. smjör
 • 1.5 msk. timian
 • 1.5 msk. steinselja
 • 1 stór laukur, saxaður
 • 5 msk. ókrydduð brauðmylsna

Hjúpur

 • 100 gr. smjör
 • 100 gr. parmesanostur, rifinn

Aðferð

 1. Hita ofninn í 175°C
 2. Bræðið smjörið í potti
 3. Blandið saman hjúpinn
 4. Stinga hníf í lærið á nokkrum/mörgum stöðum og setja hvítlauksrif í.
 5. Pennsla lærið með smjöri og setja í steikingarpott með 1 dl hvítvíni og súpukraft.
 6. Steikja í 1 klst fyrir hvert kíló.
 7. Láta sveppi, lauk, timian og steinselju krauma í smjöri í 5-6 mín (þar til meirt).
 8. Taka pönnuna af hitanum og blanda brauðmylsnu út í.
 9. Kjötið tekið úr pottinum og soði hellt í pott, skola steikingarpottinn með örliltlu vatni og hella saman við soðið.
 10. Skera raufar á ská í kjötið með 2 cm bili niður að beini.
 11. Setja fyllinguna í skorningana og smyrjið hjúp yfir, (ágætt að hafa hjúpinn svolítið volgann svo auðveldara er að smyrja honum yfir. Aukafyllingu hnoða ég saman og set í steikingapottinn og hjúpa).
 12. Sett aftur í ofninn í 10-15 mín.
 13. Á meðan er sósan smökkuð til með víni og súpukrafti og þykkjuð (t.d. með rjóma ).

 14. Umsagnir

  Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

  Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.