Hugi Þórðarson

Heitur aspasréttur

Innihald

  • 1 stór pakki af skinku (skorinn í bita)
  • 2 dósir grænn aspas
  • 2,5dl rjómi (má nota matvinnslurjóma eða annan “léttan” rjóma)
  • Karrí
  • Smá salt
  • Sósujafnari

Aðferð

  1. Soðið af aspas er sett í pott og hitað. Súputeningarnir eru leystir upp í soðinu.
  2. Sósujafnara er bætt við og hrært í þar til að þykkni hefur myndast. Rjómanum bætt við og kryddað eftir smekk með karrí og smá salti.
  3. Að lokum er skinkunni og aspasbitum bætt við. Notið sósujafnarann til þess að þykkja maukið.

Gott er að bera fram með ristuðu brauði eða snittubrauði. Einnig má búa til brauðrétt úr maukinu, þá er brauð sett í botninn á smurðu formi, maukið yfir og osti dreift yfir og inn í ofn þar til gullið...gæti ekki verið auðveldara.

Ég geri yfirleitt tvöfalda uppskrift og ef það er afgangur þá er hægt að frysta hann og eiga til seinni tíma. Upplagt að gera maukið deginum áður.


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.