Flokkar

Skötuselur á kartöflubeði

Ósk Gunnlaugsdóttir sendi þessa uppskrift inn 8. október 2008.

Girnilegur ofnréttur sem á heima við alla braðlauka.

Innihald

  • Skötuselur
  • Lime
  • Fersk Basilika
  • Parmesan
  • Kartöflur

Aðferð

  1. Kartöflur skornar í skífur og steiktar á pönnu, gott er að salta þær örlítið á pönnunni.
  2. Lime kreyst, basilika söxuð og parmesan rifinn. Fiskurinn marineraður í gumsinu stutta stund.
  3. Kartöfluskífunum raðað í botninn á eldföstu móti, fisknum og gumsinu skellt snyrtilega þar ofaná og parmesan rifinn yfir eftir smekk.
  4. Bakað í ofni stutta stund.
  5. Borða!

Varúð fólki er hætt við of áti á þessum rétt.


Umsagnir

Engar umsagnir