Flokkar

Taco kryddblanda

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 9. febrúar 2012.

Taco kryddblanda, hentar á 500g af nautahakki

Innihald

 • 1 msk. chiliduft
 • 1 msk. paprika
 • 2 tsk. kúmín
 • 1/2 tsk. chili-flögur
 • 1/2 tsk. hvítlauksduft
 • 1/4 tsk. laukduft
 • 1/4 tsk. þurrkað oregano
 • 1 tsk. svartur pipar
 • 1 tsk. salt

Aðferð

 1. Brúnið hakkið á heitri pönnu.
 2. Setjið kryddið útí þegar hakkið er orðið brúnt og steikið í 1-2 mínútur.
 3. hellið ca. dl af vatni yfir kjötið. Steikið áfram á pönnunni þar til vatnið er hér um bil allt gufað upp.

Umsagnir

Engar umsagnir