Þetta eru eiginlega frekar "ofnþurrkaðir tómatar" en sólþurrkaðir.
Innihald
- Tómatar, eins margir og þú vilt gera
- Hvítlaukur, fínt saxaður
- Fersk basilíka, fínt söxuð
- Ólífuolía
- Sjávarsalt í flögum
- Svartur pipar, malaður
Aðferð
- Skerið tómatana í helminga og hreinsið úr þeim aldinkjötið.
- Setjið smjörpappír á ofnplötu og raðið tómötunum á plötuna, þannig að sárið snúi upp.
- Blandið hvítlauk og basilíku saman við smá ólífuolíu. Penslið tómatana með blöndunni
- Stráið vel af salti og pipar yfir tómatana.
- Setjið í ofn og þurrkið við 100 gráður í 4-8 tíma (eftir stærð tómatanna), þar til húðin á þeim er orðin leðurkennd.
Kjörið er að nota innvolsið sem varð afgangs í taco- eða pizzasósu.