Flokkar

Olífubrauð

Atli Páll Hafsteinsson sendi þessa uppskrift inn 15. mars 2009.

Ferlega gott olífubrauð, snilld í afmæli og aðrar veislur.
Uppskriftin er fyrir 2 brauð.

Innihald

 • 1 bréf þurrger
 • 6dl volgt vatn
 • 1/2 dl olía
 • 2tsk salt
 • 950gr hveiti
 • 125gr rifinn ostur
 • 110gr fylltar ólífur

Aðferð

 1. Blandið saman vatni og geri
 2. Hrærið olíu, salti og hveitinu saman við
 3. Látið deigið hefast í 40 mín.
 4. Skerið ólífurnar í sneiðar
 5. hnoðið deigið og skiptið í tvennt.
 6. Fletjið út hvorn helming fyrir sig í 50x25 cm ferhyrninga.
 7. Jafnið osti og ólífusneiðum ofan á.
 8. Rúllið upp frá langhliðinni og myndið skeifu úr rúllunum, látið á plötu og bakið við 225°C í u.þ.b. 25 mín.
 9. Penslið brauðin með vatni af og til meðan á bökun stendur til að mynda stökka skorpu. Látið brauðin kólna undir klút.

Umsagnir

Engar umsagnir