Flokkar

Naan-brauð

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.

Innihald

 • Hálfur pakki af þurrger (5g)
 • 2 dl af vatni
 • 50g sykur
 • 1 dl mjólk
 • 1 egg, vel hrært (allt að því þeytt)
 • 2 tsk salt
 • 600g hveiti
 • ca. 50g af bræddu smjöri

Aðferð

 1. Blanda saman sykri og vatni, hræra gerinu saman við og láta starta sér í 10 mínútur.
 2. Bæta mjólkinni, hrærðu egginu og saltinu saman við blönduna.
 3. Blanda hveitinu saman við þar til þú ert komin(n) með mjúkt deig (þarf etv. ekki að nota allt hveitið).
 4. Hnoða deigið í um 5 mínútur og leyfa því að hefa sig í ca. 1 klst. undir klút.
 5. Hnoða deigið saman aftur og skipta því í bolta á stærð við golfkúlur. Leyfa kúlunum að hefa sig í ca.30 mínútur undir klút.
 6. Nú er bara að hita gasgrillið vel, fletja litlu kúlurnar út í þynnur og grilla þær. Best er að grilla þær í 2-3 mínútur á annarri hliðinni, pensla þær með smjörinu að ofan á meðan, snúa þeim svo við og grilla í 2-3 mínútur á neðri hlið.

Það er þrusugott að pressa hvítlauk út í smjörið, ójá.


Umsagnir

Engar umsagnir