Flokkar

Svarti pottur

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.

starstarstarstarstar

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi. Hef lent í því að gera vin veikan með honum - hann át svo mikið. Æðislegt með góðri kartöflumús.

Innihald

 • 1kg beinlaust nautakjöt, skorið í teninga (um 2-3 cm)
 • 2msk smjör
 • 1/2 kg laukur, smátt skorinn
 • 1/2 kg afhýddir tómatar, skornir í báta
 • 1/2 kg sveppir, skornir í fernt
 • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
 • 2msk hveiti
 • 2msk paprika
 • 2dl kjötsoð
 • 3dl rjómi
 • salt
 • pipar
 • 1msk sykur

Aðferð

 1. Brúnið kjötið í smjörinu í potti og takið svo til hliðar.
 2. Brúnið laukinn og hvítlaukinn saman í pottinum, látið kjötið aftur í pottinn og stráið hveiti, sykri og papriku yfir þar til orðin er til góð sósa.
 3. Hellið rjóma og soði yfir kjötið og bragðbætið með salti og pipar.
 4. Bætið helming sveppanna og helming tómatanna í pottinn. Sjóðið blönduna í 1-2 tíma, eða þar til kjötið er meyrt.
 5. Bætið afgangi sveppanna og tómatanna útí þegar um 10 mínútur eru í að rétturinn verði borinn fram.

Umsagnir


BjarniS starstarstarstarstar
2009-02-14T21:11:59
Var að sporðrenna síðasta bitanum og verð að segja að þetta er illur matur. Ég borðaði svo yfir mig að ég þarf sennilega frí framá miðvikudag plús það er afgangur framað jólum. Brilliant uppskrift! p.s. Það vantar 2x kippur af bjór í uppskriftina því þú klárar allavega eina kippu meðan kjötið mallar.