Hugi Þórðarson

Eggjakaka með papriku

Innihald

 • 3 paprikur (gul, rauð og græn)
 • 4 vorlaukar
 • 1 hvítlauksrif
 • 8 egg
 • 2 dl rifinn parmesanostur
 • 1/2 dl léttmjólk
 • 2 tsk oregano
 • 1 1/2 tsk salt
 • pipar
 • ólífuolía til steikingar

Aðferð

 1. Skerið paprikur og vorlauk smátt
 2. Pressið hvítlauk
 3. Mýkið á pönnu í 1 tsk af ólífuolíu (ekki brúna)
 4. Þeytið saman egg, parmesanost, mjólk, salt, pipar og oregano
 5. Blandið grænmetinu saman við eggjablönduna
 6. Hitið 1 tsk af ólífuolíu á pönnu og hellið eggjablöndunni út á
 7. Steikið kökuna báðum megin

Gott með salati og grófu brauði


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.