Flokkar

Eggjakaka með papriku

Hildur Þórðardóttir sendi þessa uppskrift inn 30. mars 2010.

Innihald

 • 3 paprikur (gul, rauð og græn)
 • 4 vorlaukar
 • 1 hvítlauksrif
 • 8 egg
 • 2 dl rifinn parmesanostur
 • 1/2 dl léttmjólk
 • 2 tsk oregano
 • 1 1/2 tsk salt
 • pipar
 • ólífuolía til steikingar

Aðferð

 1. Skerið paprikur og vorlauk smátt
 2. Pressið hvítlauk
 3. Mýkið á pönnu í 1 tsk af ólífuolíu (ekki brúna)
 4. Þeytið saman egg, parmesanost, mjólk, salt, pipar og oregano
 5. Blandið grænmetinu saman við eggjablönduna
 6. Hitið 1 tsk af ólífuolíu á pönnu og hellið eggjablöndunni út á
 7. Steikið kökuna báðum megin

Gott með salati og grófu brauði


Umsagnir

Engar umsagnir