Hugi Þórðarson

Súkkulaðibitakökur með karamellubitum

Þessi uppskrift varð til fyrir slys. En þær eru svo góðar að þær eru líklega ólöglegar. Bara passa sig að vera með insúlínsprautuna nálægt.

Innihald

 • 100g vanillusykur
 • 100g sykur
 • 200g hveiti
 • 1tsk matarsódi
 • 2 egg
 • 80g bráðið smjör
 • 1tsk vanilludropar
 • 2 plötur suðusúkkulaði, saxað
 • 200g blandaðar góukaramellur, saxaðar

Aðferð

 1. Hræra allt gumsið vel saman
 2. Smakka deigið vel og vandlega
 3. Bakaðar í 20 mínútur við 170°c

Það má alveg sleppa karamellunum til að draga úr líkunum á blóðsykurstengdum heilaskemmdum.
Líka allt í lagi að setja þá heslihnetur í staðinn til að fá smá fjölbreytni til viðbótar við sykurbragðið.


Umsagnir

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.


starstarstar
2008-10-09T00:06:07
Einnig hægt að flokka karamellurnar í kakó, rjóma og lakkrís og svo skipta deiginu í þrennt og blanda karamellum útí. Þá eru komnar þrjár sortir :)


stjörnugjöf byggð á 1 umsögn