Hugi Þórðarson

Grænmetisklattar

Innihald

 • 200 gr gulrætur
 • 200 gr kartöflur
 • 200 gr kúrbítur
 • 1 1/2 dl graslaukur
 • 4 1/2 msk brauðrasp
 • 1 egg
 • 1 tsk salt
 • 2 tsk svartur pipar
 • olía til steikingar

Aðferð

 1. Grófrífið gulrætur, kartöflur og kúrbít
 2. Blandið saman við rasp, smátt saxaðan graslauk og egg
 3. Kryddið með salti og pipar
 4. Mótið litla kökur úr deiginu og steikið í nokkrar mínútur á hvorri hlið

Gott að bera fram með kaldri hvítri sósu og salati
Hugmynd að sósu: sýrður rjómi, AB-mjólk, sinnep, sítrónusafi og kryddjurt/ir


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.