Flokkar

Rúgbrauð II

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 2. desember 2006.

starstarstarstar

Innihald

  • 4 bollar rúgmjöl
  • 2 bollar heilhveiti
  • 1 lítri súrmjólk
  • 500g síróp
  • 3 tsk. salt
  • 3 tsk. matarsódi

Aðferð

  1. Blandið öllum innihaldsefnum saman.
  2. Hreinsið og smyrjið þrjár 1L mjólkurfernur að innan með smjöri. Skiptið deiginu jafnt í þær (á að fylla þær til ca. hálfs).
  3. Bakað í lokuðum fernunum í 9 tíma við 100°C.

Umsagnir


Hugi Þórðarson starstarstarstar
2006-12-02T11:50:57
Þetta er æðislegt rúgbrauð. Af þessum tveimur uppskriftum sem ég hef sent inn finnst mér þessi betri - auðvitað meira vesen, þarf að baka í 9 tíma, en ó svo gott.