Flokkar

Kjúklingasúpa

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 26. nóvember 2006.

starstarstarstar

Innihald

 • 1 heill kjúklingur
 • Tómatur eða fjórir
 • Laukur eða tveir eða þrír
 • Púrru, jafnvel tvær
 • 2 sellerístöngla
 • 3-4 lárviðarlauf
 • Fersk steinselja er góð líka
 • Nokkur svört piparkorn
 • Smá karrý eða kúmín, ef þú sért í stuði, jafnvel smá fínsaxaður ferskur chili

Aðferð

 1. Skelltu öllu í risastóran pott. Þú þarft ekki að afhýða eða skera grænmetið.
 2. Settu nóg vatn í pottinn til að kaffæra fuglinn. Þú gætir þurft að bæta vatni í pottinn meðan súpan sýður.
 3. Náðu upp suðu á súpunni og lækkaðu svo undir henni þannig að suðan haldist við en hljómi þægilega rólega og afslappandi.
 4. Láttu malla í tvo tíma og hrærðu í öðru hvoru. Eftir klukkutíma ilmar eldhúsið dásamlega.
 5. Síaðu súpuna og hentu grænmetinu, það hefur þjónað sínum tilgangi.
 6. Hreinsaðu kjötið af kjúklingnum og settu það í súpuna.

Það er hægt að gera súpuna matarmeiri með því að bæta í hana núðlum eða sveppum áður en hún er borin fram. Eða hverju sem er, láttu bara hugmyndaflugið ráða ferðinni.


Umsagnir


Hugi Þórðarson starstarstarstar
2006-12-07T22:25:56
Þessa elda ég þegar er kalt úti. Afar hlýlegur matur :-). Og hún er rosalega bragðgóð. Góð sem forréttur án kjötsins, en fullkominn aðalréttur ef kjötið er haft með.

Hrafn Eiríksson starstarstarstar
2013-06-01T19:04:26
Flott uppskrift :)