Flokkar

Ostakakan hennar mömmu

Karin Erna Elmarsdóttir sendi þessa uppskrift inn 16. september 2008.

Innihald

  • ½ kassi hafrakex (9-10 kexkökur)
  • 50 gr brætt smjör
  • 200-250 gr rjómaostur
  • 120-150 gr flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 peli þeyttur rjómi

Aðferð

  1. Hafrakexið er mulið í matvinnsluvél og bræddu smjörinu er hellt rólega ofan í. Þunnt lag af kexinu er ýtt ofan í mót. Passið að þekja vel allar hliðarnar. Sett inn í frysti á meðan að rjóma/ostablanda er búin til.
  2. Rjómaosti, flórsykri og vanilludropum er blandað vel saman. Blöndunni er blandað rólega við þeyttan rjóma og svo hellt í kexskelina. Kælt.

Það má alveg leika sér með hlutföllin og um að gera að smakka blönduna til eins og hver og einn vill. Gott er að gera hana a.m.k. með 1-2 daga fyrirvara.

Ofan á kökuna má svo setja sultur og ávexti og/eða ber eða blanda saman sýrðum rjóma og bræddu súkkulaði. Ég setti sykurlausa mangó/ananassultu (til í hagkaup) ofan á og skreytti kökuna með mangó, jarðaberjum og passionfruitfræjum.


Umsagnir

Engar umsagnir