Hugi Þórðarson

Ostakakan hennar mömmu

Innihald

  • ½ kassi hafrakex (9-10 kexkökur)
  • 50 gr brætt smjör
  • 200-250 gr rjómaostur
  • 120-150 gr flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 peli þeyttur rjómi

Aðferð

  1. Hafrakexið er mulið í matvinnsluvél og bræddu smjörinu er hellt rólega ofan í. Þunnt lag af kexinu er ýtt ofan í mót. Passið að þekja vel allar hliðarnar. Sett inn í frysti á meðan að rjóma/ostablanda er búin til.
  2. Rjómaosti, flórsykri og vanilludropum er blandað vel saman. Blöndunni er blandað rólega við þeyttan rjóma og svo hellt í kexskelina. Kælt.

Það má alveg leika sér með hlutföllin og um að gera að smakka blönduna til eins og hver og einn vill. Gott er að gera hana a.m.k. með 1-2 daga fyrirvara.

Ofan á kökuna má svo setja sultur og ávexti og/eða ber eða blanda saman sýrðum rjóma og bræddu súkkulaði. Ég setti sykurlausa mangó/ananassultu (til í hagkaup) ofan á og skreytti kökuna með mangó, jarðaberjum og passionfruitfræjum.


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.