Hugi Þórðarson

Ástarpungar

Innihald

  • 3 bollar hveiti
  • 1 bolli sykur
  • 3 egg
  • 3 tsk. lyftiduft
  • 1 bolli rúsínur
  • 1 tsk. kardimommudropar
  • 2 bolli mjólk

Aðferð

Hrært saman
Þykktin eins og gott jólakökudeig í þykkari kantinum Steikt í feiti - Kristjáns laufabrauðsfeiti er góð.
Ein góð tesk. í hvern pung, ef þeir eiga að vera spari - passa að setja ekki of marga punga af stað í einu

Tilbrigði: Sleppa rúsínum og kardó, en setja grófbrytjað súkkulaði og vanilludropa í staðinn. Erfiðari í steikingu og feitin verður ekki notuð aftur.


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.