Flokkar

Lóu lefsur

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 7. júlí 2007.

Gott meðlæti með grillmat eða indverskum mat, ef þú hefur ekki tíma til að búa til Naan-brauð. Stífara og þéttara í sér en Naan-brauðið.

Innihald

  • 2 1/2 dl súrmjólk
  • 4-5 dl hveiti
  • 2 msk síróp (eða hlynsíróp)
  • 1 tsk hjartarsalt
  • Bráðið smjör

Aðferð

  1. Blandið saman innihaldsefnunum (hugsanlega þarf að bæta við hveiti þar til komið er þétt deig).
  2. Látið deigið standa undir klút í ísskáp í 1 klst.
  3. Formið deigið í kökur, ca. 1/2cm á þykkt, stærð eftir smekk.
  4. Grillið kökurnar í 2-3 mínútur öðru megin, snúið þeim svo við á grillinu og burstið kökurnar með smjöri.
  5. Grillið þar til þær eru eldaðar í gegn.

Umsagnir

Engar umsagnir