Flokkar

Kedgeree

Hildur Þórðardóttir sendi þessa uppskrift inn 7. mars 2010.

Innihald

  • 500 gr. reykt ýsa
  • rifinn börkur af einni sítrónu
  • 1 lárviðarlauf
  • 60 gr. smjör
  • 1 stór laukur, hakkaður
  • 1 tsk. karrý
  • 3 harðsoðin egg í bitum
  • 550 gr. soðin basmatigrjón
  • 20 gr. steinselja, fínt hökkuð
  • 2 eggjarauður
  • 60 ml. matreiðslurjómi
  • 1 sítróna skorin í fernt til að skreyta (má sleppa!)

Aðferð

  1. Setjið fiskinn í pott ásamt rifna sítrónuberkinum og lárviðarlaufinu. Hyljið með vatni og sjóðið í 6-8 mín.
  2. Þegar fiskurinn er soðinn er hann tekinn og roð- og beinhreinsaður. Geyma til hliðar.
  3. Steikið laukinn í smjörinu og karrýinu á stórri pönnu. Ekki brúna.
  4. Bætið harðsoðnu eggjunum, soðnu grjónunum, fiskinum og steinseljunni saman við.
  5. Hrærið eggjarauðunum og rjómanum saman og hellið svo yfir blönduna á pönnunni. Blandið saman.

Umsagnir

Engar umsagnir