Flokkar

Eplakökur í muffinsform

Anna Soffía sendi þessa uppskrift inn 5. mars 2010.

Innihald

  • 1.5 dl sykur
  • 2 egg
  • 4 msk olía
  • 4 msk mjólk
  • 2.5 dl hveiti
  • 2 tsk ger
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • Litlir eplabitar
  • Kanilsykur

Aðferð

  1. Sykur og egg þeytt mjög vel saman
  2. Bæta í blönduna olíu og mjólk
  3. Þurrefnin og vanilludropar saman við og hrært vel
  4. Deigið sett í muffinsform, eplabitar ofaní blönduna og kanil stráð yfir
  5. Bakist við 200° í miðjum ofni

Alger snilld að borða þetta heitt með þeyttum rjóma eða ís eða hvorutveggja:)


Umsagnir

Engar umsagnir