Hugi Þórðarson

Spaghetti carbonara

Tilbúið á 20 mínútum
Fyrir 4

Innihald

 • 250 gr. spaghetti
 • 4 egg
 • 185 ml. matreiðslurjómi
 • 6-8 sneiðar niðurskorin skinka
 • 2 msk. niðurskorinn graslaukur (má sleppa)
 • Slatti af parmesan-osti
 • Svartur pipar

Aðferð

 1. Hitið grillið í ofninum á meðalhita
 2. Sjóðið pastað
 3. Handhrærið eggin og rjómann saman í skál, bætið skinkunni, graslauknum og svolitlu af ostinum út í. Piprið.
 4. Hellið vatninu af pastanu og setjið aftur í pottinn en takið af hellunni eða hafið mjög lágan hita. Bætið rjómablöndunni saman við og hrærið vel. Blandan má ekki kekkjast, þ.e. eggin mega í rauninni ekki eldast!
 5. Smyrjið eldfast mót. Setjið pastað í og stráið osti yfir. Sett undir grillið í nokkrar mínútur eða þar til osturinn dökknar aðeins.


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.