Hugi Þórðarson

Súkkulaðispörð

Ljúffeng súkkulaðispörð eftir hverju nefi.

Innihald

 • 500 gr súkkulaði (því betra því betra)
 • 1 peli af rjóma (250 ml)
 • Slurkur af koníaki (því betra því betra) nú eða
 • Haugur af piparmintudropum, nærri flaskan
 • já eða bara það sem gott þykir

Aðferð

 1. Saxið súkkulaðið smátt og hendið í dall
 2. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið
 3. Hrærið í graut og setjið útí bragðefni
 4. Smakka!
 5. Súkklaðimassinn látinn kólna í kæliskáp í 4-6 klukkustundir
 6. Þá er að hnoða passlegar kúlur og velta upp úr kakó (V.S.O.P. Spörð) eða flórsykri (Mintu Spörð) eða bara spæni eða svona kuski úr dollu í búðinni ef vill.

Um það bil 100 spörð úr hverri lögun, fer eftir sparðastærð.


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.