Fersk salsa
Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 11. febrúar 2012.
	
		
		
			Fullkomin með taco-inu
			Innihald
			
				- 3 tómatar, fínt saxaðir
- 1 rauðlaukur, fínt saxaður
- 1 chili-aldin, fínt saxað
- 50g fínt saxað ferskt kóríander
- 1 tsk. raspaður lime-börkur (eða safi, ef börkur er ekki til)
- Pipar
- Salt
Aðferð
			- Blandið innihaldsefnunum vel saman í skál. Best er að láta sölsuna standa í ísskáp í a.m.k. klukkutíma áður en hún er borðuð.
 
	
		
	
 
Umsagnir
Engar umsagnir