Hugi Þórðarson

Kjúklingasúpa með karrý

Innihald

 • 250g beinlaust kjúklingakjöt, skorið í strimla
 • 4 kartöflur, grófsaxaðar
 • 2 laukar, smátt saxaðir
 • 2 paprikur, smátt saxaðar
 • 1msk olía
 • 2-3tsk karrý
 • 3msk hveiti
 • 1 lítri kjúklingasoð
 • 1dl rúsínur
 • 1dl möndlur, afhýddar
 • 1/2dl sýrður rjómi, 10%

Aðferð

 1. Léttsteikja grænmetið í olíunni.
 2. Karrý, hveiti og kjúklingasoði blandað í grænmetið
 3. Kjötinu bætt útí og súpan látin sjóða rólega í tíu mínútur, rúsínunum bætt útí og súpan látin sjóða í fimm mínútur í viðbót.
 4. Möndlum og sýrðum rjóma er bætt við rétt áður en súpan er borin fram.


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.