Flokkar

Marokkanskur kjúklingaréttur

Atli Páll Hafsteinsson sendi þessa uppskrift inn 30. nóvember 2008.

starstarstarstarstar

Svakalega einfaldur, fljótlegur og umfram allt góður kjúklingaréttur

Innihald

 • 1 1/2 tsk. kúmen
 • 1 tsk. kanill
 • 1 tsk. chilli duft
 • 1 1/2 tsk. paprika
 • 1 tsk. malaður kóríander
 • 1/4 tsk. negull
 • 1 tsk. malaður engifer
 • 1 1/2 tsk salt
 • 2 hvítlauksrif
 • 2 msk sítrónusafi
 • 1 msk ólífuolía
 • Heill kjúklingur (eða bitar)
 • 250 ml. kjúklingasoð
 • 250 gr. kúskús
 • 40 gr. smjör
 • 30 gr. rúsínur
 • 2 msk. möndluspænir

Aðferð

 1. Kryddinu, olíunni, sítrónusafanum og hvítlauknum hrært saman og smurt á kjúklinginn
 2. Kjúklingurinn steiktur í ofni (ca. klst)
 3. Kúskús-ið soðið í kjúklingasoðinu skv. leibeiningum á pakkanum
 4. Rúsinum, smjöri og möndlum hrært í kúskús-ið

Ef soð er af kjúklingnum er gott að nota það sem sósu með réttinum.


Umsagnir


Atli Páll Hafsteinsson starstarstarstarstar
2008-11-30T20:41:23
Snilld, mjög gott að hafa humus og nan-brauð með.