Hugi Þórðarson

Pasta með rjóma- og beikonsósu

Innihald

  • Pasta, helst ferskt
  • Beikon
  • laukur, saxaður
  • Rjómi

Aðferð

  1. Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum á pakkanum
  2. Skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnu
  3. Saxið laukinn og steikið með beikoninu
  4. Hellið rjómanum út á pönnuna
  5. Kryddið með salt og pipar
  6. Hrærið pastanum og sósunni saman í skál og berið fram með góðu rauðvíni

Ekki þarf að nota mikinn rjóma en það fer þó eftir smekk hvers og eins.


Umsagnir

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.


starstarstarstar
2009-06-02T11:41:05
Er í raun hægt að blanda hverju sem er í þetta, svo lengi sem það er smá beikon. :) Mér finnst ágætt að setja 1-2 matskeiðar af hveiti til að þykkja sósuna aðeins og nota yfirleitt bara 25% rjóma og 75% nýmjólk.


stjörnugjöf byggð á 1 umsögn