Hugi Þórðarson

Fyllt brauðhorn

Bestu horn í heimi frá Böggu Ömmu á Akri.
Athugið að úr uppskriftinni verða til ansi mörg horn og það er hægt að helminga uppskriftina til að fá skynsamlegri útkomu

Innihald

 • 3,4dl vatn
 • 3,5dl mjólk
 • 150gr smjörlíki
 • 1msk. sykur
 • 1tsk. salt
 • 2 pk. ger
 • 1 kiló hveiti
 • 2 egg
 • Nautahakk
 • Skinka
 • Tómatsósa
 • Laukur
 • Krydd að eigin vali
 • Rifinn ostur

Aðferð

 1. Búið til gerdeig úr fyrri hluta uppskriftar.
 2. Látið deigið hefa sig í ca. klukkutíma.
 3. Fletjið deigið útog skerið í ferninga, ca. 10cm á kant.
 4. Setjið smá fyllingu í miðjan ferninginn, brjótið hann svo til helminga, frá horni í horn, og rúllið upp.
 5. Þeytið eitt egg vel. Penslið hornin með egginu áður en það er bakað.
 6. Bakist við 180°C í 40 mínútur, eða þar til þau eru fallega gullin.


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.