Hugi Þórðarson

Sætur kjúklingur

Fyrir þá sem samþykkja sætan mat er þetta sjúklega gott. Sósan er BBQ apríkósupúðursykur rjómi sem hægt er að bleyta upp í hverju sem er. Fínt að hafa bara hrísgrjón, hvítlauksbrauð og salat með (ekki verra að hafa jarðarber í salatinu ;)

Innihald

  • 1dl BBQ sósa
  • 1/2 dl Sojasósa
  • 1dl rjómi
  • 1dl púðursykur
  • 1dl apríkósusulta eða apríkósumarmelaði
  • kjúklingabringur (3-4)

Aðferð

  1. Öllu (nema bringunum) blandað saman og hitað upp.
  2. Bringurnar steiktar á pönnu.
  3. Allt sett í eldfast mót og eldað í hámark 30 mínútur á c.a. 200°C.


Umsagnir

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.


starstarstarstarstar
2006-11-25T17:45:35
Ógó góður

starstarstarstar
2006-11-30T20:32:05
Þessi var mjög góður. Sjaldan hef ég sykrinum neitað. Mmmm.

starstarstarstarstar
2008-11-06T19:21:42
Syndsamlega gott!


stjörnugjöf byggð á 3 umsögnum