Hugi Þórðarson

Bollur bakarans

Einfaldar og góðar bollur, fínar með osti, sultu eða bara því sem hugurinn girnist.

Innihald

 • 3 dl mjólk
 • 1 pakki þurrger
 • 60 gr sykur
 • 1/2 dl olía
 • 5 gr salt
 • 2 egg
 • 650-700 gr hveiti

Aðferð

 1. Velgið mjólkina og blandið öllu nema hveitinu út í.
 2. Bætið hveitinu í og hnoðið.
 3. Látið hefast á volgum stað í 20 mínútur.
 4. Sláið loftið úr deiginu og látið hefast aftur í 20 mínútur.
 5. Formið 20-25 bollur úr deiginu og látið þær hefast í 25 mínútur.
 6. Penslið með vatni og bakið við 250°C í 10-20 mínútur eða þar til þær eru fallega brúnar.

Ef bollurnar bakast of lengi og eru of brúnar þegar þær koma út er hægt að úða/pensla þær með vanti, þá verða þær samt mjúkar og góðar.


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.