Flokkar

Lambaskankar með rósmaríni

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 25. nóvember 2006.

starstarstarstar

Innihald

 • 4 lambaskankar
 • Slurkur af ólífuolíu
 • 4 hvítlauksrif, skorin í sneiðar
 • 1 laukur, smátt saxaður
 • 1 matskeið saxað, ferskt rósmarín
 • 2dl hvítvín
 • salt
 • pipar

Aðferð

 1. Brúnaðu skankana í olíunni á heitri pönnu/potti í 10 mínútur til korter. Taktu skankana svo til hliðar
 2. Lækkaðu hitann á pönnunni og settu hvítlauk og lauk saman á hana. Steiktu þar til laukurinn verður glær (ekki brúna hann).
 3. Settu skankana aftur á pönnuna, helltu hvítvíninu yfir þá og kryddaðu með rósmaríninu, saltinu og piparnum. Lokaðu pönnunni og láttu malla á lágum hita þar til skankarnir eru mjög meyrir - í ca. tvo til tvo og hálfan tíma.


Umsagnir


Hugi Þórðarson starstarstarstar
2006-11-25T16:41:31
Þetta eru bestu lambaskankar í heiminum