Hugi Þórðarson

PPP! Pasta með pestói úr pistasíuhnetum

Innihald

 • 500 gr. penne
 • Pestó:
 • 125 gr. ósaltaðar pistasíuhnetur
 • 4 kramdir hvítlauksgeirar
 • 1 msk. græn piparkorn
 • 2 msk. sítrónusafi
 • 150 gr. svartar steinlausar ólífur
 • 150 gr. parmesan-ostur
 • 125 ml. ólífuolía

Aðferð

 1. Sjóðið pastað.
 2. Öllu pestóhráefninu nema ólífuolíunni skellt í matvinnsluvél og mixað í u.þ.b. 30 sek.
 3. Ólífuolíunni blandað varlega saman við.
 4. Vatninu hellt af pastanu og sett aftur í pottinn. Pestóið hrært saman við og hitað svolítið.
 5. Borið fram með ferskum parmesan.

Mæli með því að fólk fari varlega í piparinn. Að sjálfsögðu best einfaldlega að smakka pestóið til!


Umsagnir

Vertu fyrst(ur) til að skrifa um þessa uppskrift og gefa henni einkunn.

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.