Flokkar

Kryddbrauð

Hugi Þórðarson sendi þessa uppskrift inn 12. apríl 2009.

Dásamlegt gammeldags kryddbrauð eins og amma gerði. Fullkomið glóðvolgt úr ofninum með manneldisráðsmartraðarþykku lagi af smjöri og vanheilagri, þverhandarþykkri sneið af feitum osti.

Innihald

  • 300g hveiti
  • 300g sykur
  • 300g haframjöl
  • 3dl mjólk
  • 2msk síróp
  • 1tsk kanill
  • 1tsk negull
  • 1tsk engifer
  • 2tsk natron

Aðferð

  1. Blandið þurrefnunum saman (athugið að deigið á að vera mjög stíft)
  2. Setjið í smurt jólakökumót
  3. Bakið í 180° heitum ofni í 60 mínútur

Umsagnir

Engar umsagnir