Hugi Þórðarson

Masala kjötbollur

Innihald

  • 500g nautakjöt (hakk er líklega ódýrast)
  • 2 hvítlauksrif
  • Slatti af Garam Masala kryddblöndu
  • Lúka af hveiti
  • Sletta af mjólk
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar

Aðferð

  1. Blandið öllu efninu í skál
  2. Rennið deiginu í gegnum hakkavél (gott að gera tvisvar til að hafa það sérstaklega fínt)
  3. Þurrsteikið bollurnar á pönnu

Etist með Nan-brauði, hrísgrjónum og t.d. góðu chutney. Líka gott að hafa með smá dressingu úr sinnepi, olíu og hrásykri.


Umsagnir

Þú verður að skrá þig inn til að geta tjáð þig um uppskriftir.


starstarstar
2006-11-26T19:33:42
Ekkert spes, þarf aðeins að pæla betur í þeim.


stjörnugjöf byggð á 1 umsögn