Flokkar

Danskt rúgbrauð

Atli Páll Hafsteinsson sendi þessa uppskrift inn 24. maí 2011.

Danskt rúgbrauð er þungt og matarmikið brauð, hrikalegagott með síld, bjór og snaffs.

Innihald

  • 400gr brotinn rúgur
  • 2dl fljótandi súrdeig
  • 8dl vatn
  • 1dl mjólk
  • 150gr hveiti
  • 300-400gr rúgmjöl
  • 100gr sólblómafræ, hörfræ eða önnur fræ
  • 1tsk salt
  • 1msk síróp

Aðferð

  1. Blandið saman vatni, súrdeigi og rúgi og látið standa yfir nótt.
  2. Hrærið restinni út saman við, setjið í form og látið hefast (tekur 2-12 tíma).
  3. Bakist við 180°C í 90 mínútur

Umsagnir

Engar umsagnir